Popúlismi er lýðræði, lýðskrum er ógeð

Það er útbreiddur misskilningur að ‘populismi’ sé það sama og ‘lýðskrum’. Það er alrangt.

Í raun má segja að populismi sé akkúrat það sem flest okkar vilja, alvöru lýðræði þar sem við, lýðurinn ráðum ferðinni og tökum þær ákvarðanir sem við teljum bestar. En ekki einhlita völd auðskrílselítunnar sem hefur það eina markmið að ræna okkur af okkar sameiginlegum jafn sem séreignum og halda okkur í gíslingu skulda og vinnugeðveikis.

Látum ekki valdaskrílinn skilgreina burt góðu orðin okkar með sínu NewSpeak, við eigum nefnilega tungumálið, ekki þeir. Þeir hafa t.d. gert sitt besta til að skemma orðið ‘frelsi’ með því að tengja það eingöngu við frelsi þeirra sjálfra til að leika sér með okkar eignir í sínu prívat Matador.
Populismi er alvöru lýðræði og það er það sem við krefjumst!
“At its root, populism is a belief in the power of regular people, and in their right to have control over their government rather than a small group of political insiders or a wealthy elite. The word populism comes from the Latin word for “people,” populus. Definitions of populism.” https://www.vocabulary.com/dictionary/populism
 
“Populism is a political ideology which holds that the virtuous citizens are being mistreated by a small circle of elites, who can be overthrown if the people recognize the danger and work together. The elites are depicted as trampling in illegitimate fashion upon the rights, values, and voice of the legitimate people.[1]” https://en.wikipedia.org/wiki/Populism
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *