Ólýðræðisleg Pótemkin tjöld hefðarinnar

Vísir – Ólýðræðislegur popúlismi meirihlutans.

Hefðir geta ekki og mega ekki trompa lýðræðislega ferla og enn síður gera lítið úr lýðræðinu. Þarna er “atkvæðagreiðslan” í raun Potemkin tjöld fyrir ákvarðanir flokkana, þykjustulýðræði til að “fela” það að nefndarmenn eru handvaldir af flokkunum. Það er væntanlega búið að greiða atkvæði um viðkomandi innan þeirra flokks, ef sá flokkur ástundar innra lýðræði.

Í þessu tilfelli er líklega besta leiðin að formgera hefðina og gera hana að reglunni. Láta tilnefningar stjórnmálaflokkana duga formlega, ekki bara óformlega eins og hefur verið. Ég veit enga betri leið til að virða hefðina og í raun er þetta góð leið til að búa til lög og reglur, finna fyrst út hvað virkar og formgera það svo.

Hættum að greiða atkvæði um eitthvað þar sem ekki má greiða atkvæði á móti því það er hreinlega ólýðræðisleg þverstæða.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *