Menn eru ekki konur og kona er ekki maður en við erum öll manneskjur

Með því að nota sama orð sem samheiti um karl og konu og sem sérheiti um karl þá er verið að gera minna úr konum. Við myndum fæst nota orðið ‘maður’ um konu þó við notum það (mörg) ennþá sem samheiti um hópa manna og kvenna.
Prófaðu að segja ‘Hún er góður maður’ og þú sérð að það virkar ekki, jafnvel þó það sé málfræðilega rétt. ‘Hún er góð manneskja’ virkar hinsvegar mun betur, af fullkomlega rökréttum ástæðum og það er líka málfræðilega rétt. 
 
Vissulega er það rétt, frá málfræðinni séð, að orðið ‘maður’ á líka við um konur en tungumál þróast og þroskast og þetta er því miður ein birtingarmynd heims og viðhorfa sem við erum flest að reyna að skilja að baki.
 
Ég gleymi þessu stundum en ég reyni að muna að nota frekar ‘manneskjur’ eða ‘fólk’, orð sem eru ekki gildishlaðin og ekki byggð á samfélagi 19. og fyrri hluta 20. aldarinnar þegar tungumálið okkar var að mestu formgert.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *