Hvílíkur listi!

Niðurstöður úr prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu eru komnar í hús og listinn er flottari en ég þorði að vona! Og magnaður aukabónus er að hann er næstum fullkominn fléttulisti, án nokkurra girðinga eða skilyrða!

Ég held ég hafi aldrei tekið þátt í samfélagi sem er jafn sameiginlega skynsamt (collective intelligence) og tilfinningin er ólýsanlega góð :D

Á morgun tekur við val frambjóðenda í kjördæmi og eftir það ferli munu endanlegir listar liggja fyrir. Og núna hefjast leikar fyrir alvöru.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *