Hvert Like telur

Í hvert skipti sem einhver smellir á Like á Facebook póst þá aukast líkurnar á því að fleiri sjái hann. Algóriþmi FB gengur útfrá því að því fleiri sem Likea, því áhugaverðari sé pósturinn og ekki síst þeim sem falla í sama mengi (hjá þeim) og þeir sem Likea.

Bæði á Like síðum og Groups þá sér bara lítið brot þeirra sem þar eru póstana þina og það eru bara tvær leiðir til að fjölga þeim sem sjá þá. Fá fullt af Likes eða borga FB fyrir að birta póstana til allra.

Það er því lykilatriði ef þú ert í framboði, hvort sem er í prófkjöri eða kosningum og vilt að fólk sjái póstana þína að fá sem flesta til að Likea þá. Og líka lykilatriði fyrir þig að Likea sem flesta pósta sem þú vilt að sem flestir sjái. Ef þetta er ekki gert og ekki er borgað fyrir kynningu þá ertu að sætta þig við að aðeins brot af markhópnum sjái póstana þína.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *