Hlutleysi í prófkjöri – Yfirlýsing

Yfirlýsing til vina minna sem eru í framboði í prófkjörum Pírata, pírata almennt og allra annara sem láta sig þetta skipta:

Þar til eftir að komandi prófkjörum lýkur mun ég hvorki lýsa yfir stuðningi við né deila greinum eða öðrum vefsíðum á samfélagsmiðlum sem tengjast einhverjum frambjóðendum. Ég hinsvegar Likea allt sem ég sé sem viðkemur framboði einhverra í prófkjöri, bæði af því að ég styð fjölbreytnina og líka af því að það eykur sýnileika prófkjörsins á Facebook, hvert Like telur.

Ástæðan fyrir sjálfskipuðu deilingarbanni er sú að ég er í framkvæmdaráði Pírata og ég vil gæta fyllsta hlutleysis á meðan á prófkjöri stendur. Að loknum prófkjörum mun ég hinsvegar deila eins og vindurinn öllu sem ég fíla eða finnst skipta máli!

Sett hér inn til að ég þurfi ekki annaðhvort að útskýra fyrir öllum eða að missa vini ;)

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *