Gamlar syndir, 2 vefsmíðahandbækur síðan 2007

Þegar ég kenndi viðmótshönnun og vefsmíðar fyrir ansi löngu síðan (’95 til ’07, mest hjá Endurmenntun og Margmiðlunarskólanum en á fjölmörgum öðrum stöðum) þá byrjaði ég á að smíða nokkrar síður af einföldum leiðbeiningum sem urðu að bók sem með tímanum skipti sér í þrjár. Yfirtitill þeirra var “Vefsmíðar” og hafði hver sinn undirtitil:

Í dag er alveg ljóst að enginn þessara bóka myndi flokkast sem almennileg, síðasta uppfærsla var 2007 og í dag er 2014. Hvort þær voru almennilegar á sínum tíma er ekki mitt að dæma um en þær voru amk. notaðar í kennslu af fleirum en mér og þær gögnuðust mér vel í kennslunni. En þær voru aldrei cutting-edge og áttu heldur ekki að vera það, hugsunin var að þær ættu að hjálpa fólki að öðlast grunnskilning á því sem þurfti til að gera góðar vefsíður. Ég hvatti síðan alla mína nemendur til að vera duglega að læra á netinu og kenndi þeim að gera það.

Allavega, um árið tók ég mig til og fann tvær þeirra í gömlum afritum, held ég hafi viljandi ekki fundið Dreamweaver bókina þar sem hún varð miklu fyrr úrelt heldur en hinar og ég hvorki hafði né hef minnsta áhuga á að neinn reyni að nota hana til að læra á forritið :) Ég sé auðvitað smá eftir því núna þar sem þær eru allar orðnar úreltar og eru ekki hér til að gagnast heldur til skemmtunar og það væri gaman að hafa hana með líka. Ég skelli henni inn næst þegar ég rekst á hana…

Allavega, hér eru þær tvær sem ég veit um ef einhvern langar að skoða, það er eflaust eitthvað þarna á stangli sem heldur vatni í dag en tíma þínum er örugglega betur varið í að lesa aðrar bækur og vefsíður um sama efni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *