Gamla Ísland tekur kónginn

Á morgun munu Íslendingar kjósa sér nýjan forseta og ég held  að margir muni sjá eftir atkvæði sínu í nýja forsetann þegar fram líða stundir. En það er svosem skiljanlegt eftir 20 ára ofbeldissamband með ÓRG að marga þyrsti í forseta hlutleysis. Vandamálið er að  hlutleysi er ekki til, það er mjög sterk afstaða með óbreyttu ástandi, status quo.

Þið hin eruð semsagt að fara að kjósa forseta sem mun gera sitt besta til að viðhalda Gamla Íslandi þó að honum finnist hugsanlega mögulega kannski þurfa að laga eitthvað smá stjórnarskránna. Hann mun skrifa undir allt sem forsætisráðherra réttir að honum, amk. á meðan sá forsætisráðherra er líka í Gamla Ísland klúbbnum. Eina óvissan er hvað hann mun gera við róttæk lög frá forsætisráðherra Pírata, það er gott að einhver spenna sé. En líklega mun hann líka skrifa undir þau, allavega á meðan þau eru ekki of róttæk. Sjáum til.

Guðni á alveg séns í að verða þokkalegt Kristjáns Eldjárns klón með smá dassi af Viggu og vissulega er það jákvætt að líkurnar á því að hann verði ÓRG2 eru litlar, það er nóg komið af því svínaríi. Og auðvitað verð ég manna glaðastur ef ég hef rangt fyrir mér og Guðni verður fyrirmyndarforseti sem stendur með þjóðinni gegn auðskrílnum. En ég held að það sé svona álíka líklegt og að DOh verði forseti.

P.S: Þessi pistill er ekki skrifaður í þeirri von að fá neinn til að skipta um skoðun, nei, hann er skrifaður til að þess að ég geti síðar sagt ‘I told you so’. Sorrí gæs, ég skammast mín alveg smá fyrir að vera mannlegur en hey, ég er þó allavega einlægur með það :>

 

One Reply to “Gamla Ísland tekur kónginn”

  1. Smá meira post scriptum: http://eyjan.pressan.is/frettir/2017/01/23/benedikt-fundadi-med-gudna-th-fyrir-atta-manudum-og-hvatti-til-frambods-med-tilheyrandi-plotti/ – Kannski rétt að taka fram að mér sýnist Guðni ætla að standa sig ágætlega sem hefðbundinn forseti og líklega vill megnið af þjóðinni fá svona forseta. Það er þá allavega ágætt að lýðræðið virkaði ‘rétt’ í þetta skiptið, það er varla tilfellið með núverandi ríkisstjórn með minnihluta þjóðarinnar á bakvið sig og nauman meirihluta þingmanna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *