Hver er besta leiðin til að velja frambjóðendur?

Hvernig væri að prófa að nýta nokkra góða kosti saman frekar en rífast um hver þeirra sé bestur? Velja þá t.d. svona:

  • 1/3 frambjóðenda í prófkjörum
  • 1/3 með slembivali
  • 1/3 uppstillt af valnefndum sem kosnar eru lýðræðislega

Með því að blanda þessu saman þá verður vægi hverrar aðferðar mun minna en ef aðeins ein þeirra væri notuð. Þetta mun minnka núning á milli fólks og ósætti vegna galla einstakra aðferða.

Síðan má auðvitað gera heiðarlega tilraun til að meta reynsluna af þeim þingmönnum sem komast á þing með þessum mismunandi aðferðum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *