Ég kýs þig ekki ef

  • Þú getur ekki tekið þátt í rökræðum án þess að kalla  fólk sem er ósammála þér ljótum og meiðandi nöfnum.
  • Þú ert 100% sannfærð(ur) um að það sem þú segir séu staðreyndir en það sem sem hinir segja sé bull.
  • Þú ert ekki fær um að lesa greinar eða statusa sem eru andstæð þínum skoðunum án þess að drulla yfir þær/þá af fullkomnu skilningsleysi á því sem stendur í þeim. Ef yfirdrullið fer síðan að snúast um persónuna sem skrifar þá áttu verulega bágt.
  • Þú heldur að ríkjandi viðhorf séu óumbreytanlegir fastar, sérstaklega í þeim málum sem þú hefur sterka skoðun á. Og að sjálfsögðu fylgir að þú lest bara efni sem passar við þinar skoðanir í þessum málum, hitt er auðvitað allt saman bull og kjaftæði.

Ef þú getur ekki sett þig í spor annarra þá áttu ekkert erindi í stjórnmál. Ef þú áttar þig ekki á því í hversu fjölbreyttur, síbreytilegur og óútreiknanlegur heimurinn okkar er þá áttu ekkert erindi í stjórnmál, allavega ekki með mínu umboði.

1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
1.2 Í þessu felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki.

Þessi aðferðafræði trompar þínar skoðanir og ‘staðreyndir’, alltaf! Líka mínar!

Reyndar nenni ég ekki einu sinni að tala við þig ef þú lætur eins og fáviti, talar eins og fáviti og stimplar alla sem eru þér ósammála sem fávita. Samfélag fólks byggir á samvinnu og samstarfi og því að tekið sé tillit til mismunandi viðhorfs fólks til lífsins. Ekki því að stimpla aðra sem fávita.

Ef þú kýst að túlka þessi skrif sem einhverskonar hótun þá nenni ég eiginlega ekki að tala við þig heldur, lífið er of stutt til að eyða því í bull. Þetta er einfaldlega mín skoðun á því hvernig við megum ekki haga okkur ef við ætlum að búa til samfélag sem virkar. Ef þú sérð hótanir hér þá er eitthvað að þínum lesskilningi, það er ekki hótun að lýsa yfir minni skoðun á því hvernig ég ætla að velja þá frambjóðendur sem ég kýs.

Og þetta er líka mín yfirlýsing um að þrátt fyrir og vegna þess að ég hef töluverðan tolerans fyrir mismunandi skoðunum fólks þá hef ég mjög lítinn tolerans fyrir fólki sem ber enga virðingu fyrir skoðunum annara.

One Reply to “Ég kýs þig ekki ef”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *