Hver er besta leiðin til að velja frambjóðendur?

Hvernig væri að prófa að nýta nokkra góða kosti saman frekar en rífast um hver þeirra sé bestur? Velja þá t.d. svona:

  • 1/3 frambjóðenda í prófkjörum
  • 1/3 með slembivali
  • 1/3 uppstillt af valnefndum sem kosnar eru lýðræðislega

Með því að blanda þessu saman þá verður vægi hverrar aðferðar mun minna en ef aðeins ein þeirra væri notuð. Þetta mun minnka núning á milli fólks og ósætti vegna galla einstakra aðferða.

Síðan má auðvitað gera heiðarlega tilraun til að meta reynsluna af þeim þingmönnum sem komast á þing með þessum mismunandi aðferðum.

Hvert Like telur

Í hvert skipti sem einhver smellir á Like á Facebook póst þá aukast líkurnar á því að fleiri sjái hann. Algóriþmi FB gengur útfrá því að því fleiri sem Likea, því áhugaverðari sé pósturinn og ekki síst þeim sem falla í sama mengi (hjá þeim) og þeir sem Likea.

Bæði á Like síðum og Groups þá sér bara lítið brot þeirra sem þar eru póstana þina og það eru bara tvær leiðir til að fjölga þeim sem sjá þá. Fá fullt af Likes eða borga FB fyrir að birta póstana til allra.

Það er því lykilatriði ef þú ert í framboði, hvort sem er í prófkjöri eða kosningum og vilt að fólk sjái póstana þína að fá sem flesta til að Likea þá. Og líka lykilatriði fyrir þig að Likea sem flesta pósta sem þú vilt að sem flestir sjái. Ef þetta er ekki gert og ekki er borgað fyrir kynningu þá ertu að sætta þig við að aðeins brot af markhópnum sjái póstana þína.