Menn eru ekki konur og kona er ekki maður en við erum öll manneskjur

Með því að nota sama orð sem samheiti um karl og konu og sem sérheiti um karl þá er verið að gera minna úr konum. Við myndum fæst nota orðið ‘maður’ um konu þó við notum það (mörg) ennþá sem samheiti um hópa manna og kvenna.
Prófaðu að segja ‘Hún er góður maður’ og þú sérð að það virkar ekki, jafnvel þó það sé málfræðilega rétt. ‘Hún er góð manneskja’ virkar hinsvegar mun betur, af fullkomlega rökréttum ástæðum og það er líka málfræðilega rétt. 
 
Vissulega er það rétt, frá málfræðinni séð, að orðið ‘maður’ á líka við um konur en tungumál þróast og þroskast og þetta er því miður ein birtingarmynd heims og viðhorfa sem við erum flest að reyna að skilja að baki.
 
Ég gleymi þessu stundum en ég reyni að muna að nota frekar ‘manneskjur’ eða ‘fólk’, orð sem eru ekki gildishlaðin og ekki byggð á samfélagi 19. og fyrri hluta 20. aldarinnar þegar tungumálið okkar var að mestu formgert.

Popúlismi er lýðræði, lýðskrum er ógeð

Það er útbreiddur misskilningur að ‘populismi’ sé það sama og ‘lýðskrum’. Það er alrangt.

Í raun má segja að populismi sé akkúrat það sem flest okkar vilja, alvöru lýðræði þar sem við, lýðurinn ráðum ferðinni og tökum þær ákvarðanir sem við teljum bestar. En ekki einhlita völd auðskrílselítunnar sem hefur það eina markmið að ræna okkur af okkar sameiginlegum jafn sem séreignum og halda okkur í gíslingu skulda og vinnugeðveikis.

Látum ekki valdaskrílinn skilgreina burt góðu orðin okkar með sínu NewSpeak, við eigum nefnilega tungumálið, ekki þeir. Þeir hafa t.d. gert sitt besta til að skemma orðið ‘frelsi’ með því að tengja það eingöngu við frelsi þeirra sjálfra til að leika sér með okkar eignir í sínu prívat Matador.
Populismi er alvöru lýðræði og það er það sem við krefjumst!
“At its root, populism is a belief in the power of regular people, and in their right to have control over their government rather than a small group of political insiders or a wealthy elite. The word populism comes from the Latin word for “people,” populus. Definitions of populism.” https://www.vocabulary.com/dictionary/populism
 
“Populism is a political ideology which holds that the virtuous citizens are being mistreated by a small circle of elites, who can be overthrown if the people recognize the danger and work together. The elites are depicted as trampling in illegitimate fashion upon the rights, values, and voice of the legitimate people.[1]” https://en.wikipedia.org/wiki/Populism
 

Hvílíkur listi!

Niðurstöður úr prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu eru komnar í hús og listinn er flottari en ég þorði að vona! Og magnaður aukabónus er að hann er næstum fullkominn fléttulisti, án nokkurra girðinga eða skilyrða!

Ég held ég hafi aldrei tekið þátt í samfélagi sem er jafn sameiginlega skynsamt (collective intelligence) og tilfinningin er ólýsanlega góð :D

Á morgun tekur við val frambjóðenda í kjördæmi og eftir það ferli munu endanlegir listar liggja fyrir. Og núna hefjast leikar fyrir alvöru.

Langt kjörtímabil drepur nýja stjórnarskrá

Ríkisstjórnir missa alltaf meira fylgi eftir því sem lengra líður á kjörtímabilið.1

Ef næsta kjörtímabil verður lengra en 2 ár þá eru miklar líkur á því að nægilegt raunfylgi meðal þingmanna ríkisstjórnarflokkanna tilvonandi 3 við nýja stjórnarskrá muni ekki lifa yfir þarnæstu kosningar.

Og þar með fellur stjórnarskráin.

 

P.S: Ef stjórnarskrárbreytingar eru samþykktar þá þarf um leið að rjúfa þing og boða til kosninga.

 

1) Staðfest: http://www.gallup.is/#/rikisstjorn/ (takk Andrés)

3) Ef við gefum okkur að Píratar verði í næstu ríkisstjórn og samþykkt nýrrar stjórnarskrár verði þar með forgangsmál þess þings.

Kjóstu þá sem þú vilt fá á þing

Ég ætla að kjósa þá sem ég vil helst fá á þing fyrir Pírata. Þannig veit ég að atkvæðið mitt nýtist best og í sem mestu samræmi við minn vilja.

Í prófkjörum Pírata virkar kosningakerfið (Schulze) þannig að best er að velja það sem maður raunverulega vill fá. Frekar en kjósa strategískt og reyna að reikna út hvað hinir muni gera og hvort þessi eigi einhvern séns osfrv. Í Schulze þá fáum við nefnilega það sem við kjósum.