Menn eru ekki konur og kona er ekki maður en við erum öll manneskjur

Með því að nota sama orð sem samheiti um karl og konu og sem sérheiti um karl þá er verið að gera minna úr konum. Við myndum fæst nota orðið ‘maður’ um konu þó við notum það (mörg) ennþá sem samheiti um hópa manna og kvenna.
Prófaðu að segja ‘Hún er góður maður’ og þú sérð að það virkar ekki, jafnvel þó það sé málfræðilega rétt. ‘Hún er góð manneskja’ virkar hinsvegar mun betur, af fullkomlega rökréttum ástæðum og það er líka málfræðilega rétt. 
 
Vissulega er það rétt, frá málfræðinni séð, að orðið ‘maður’ á líka við um konur en tungumál þróast og þroskast og þetta er því miður ein birtingarmynd heims og viðhorfa sem við erum flest að reyna að skilja að baki.
 
Ég gleymi þessu stundum en ég reyni að muna að nota frekar ‘manneskjur’ eða ‘fólk’, orð sem eru ekki gildishlaðin og ekki byggð á samfélagi 19. og fyrri hluta 20. aldarinnar þegar tungumálið okkar var að mestu formgert.

Popúlismi er lýðræði, lýðskrum er ógeð

Það er útbreiddur misskilningur að ‘populismi’ sé það sama og ‘lýðskrum’. Það er alrangt.

Í raun má segja að populismi sé akkúrat það sem flest okkar vilja, alvöru lýðræði þar sem við, lýðurinn ráðum ferðinni og tökum þær ákvarðanir sem við teljum bestar. En ekki einhlita völd auðskrílselítunnar sem hefur það eina markmið að ræna okkur af okkar sameiginlegum jafn sem séreignum og halda okkur í gíslingu skulda og vinnugeðveikis.

Látum ekki valdaskrílinn skilgreina burt góðu orðin okkar með sínu NewSpeak, við eigum nefnilega tungumálið, ekki þeir. Þeir hafa t.d. gert sitt besta til að skemma orðið ‘frelsi’ með því að tengja það eingöngu við frelsi þeirra sjálfra til að leika sér með okkar eignir í sínu prívat Matador.
Populismi er alvöru lýðræði og það er það sem við krefjumst!
“At its root, populism is a belief in the power of regular people, and in their right to have control over their government rather than a small group of political insiders or a wealthy elite. The word populism comes from the Latin word for “people,” populus. Definitions of populism.” https://www.vocabulary.com/dictionary/populism
 
“Populism is a political ideology which holds that the virtuous citizens are being mistreated by a small circle of elites, who can be overthrown if the people recognize the danger and work together. The elites are depicted as trampling in illegitimate fashion upon the rights, values, and voice of the legitimate people.[1]” https://en.wikipedia.org/wiki/Populism
 

Hvílíkur listi!

Niðurstöður úr prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu eru komnar í hús og listinn er flottari en ég þorði að vona! Og magnaður aukabónus er að hann er næstum fullkominn fléttulisti, án nokkurra girðinga eða skilyrða!

Ég held ég hafi aldrei tekið þátt í samfélagi sem er jafn sameiginlega skynsamt (collective intelligence) og tilfinningin er ólýsanlega góð :D

Á morgun tekur við val frambjóðenda í kjördæmi og eftir það ferli munu endanlegir listar liggja fyrir. Og núna hefjast leikar fyrir alvöru.


Langt kjörtímabil drepur nýja stjórnarskrá

Ríkisstjórnir missa alltaf meira fylgi eftir því sem lengra líður á kjörtímabilið.1

Ef næsta kjörtímabil verður lengra en 2 ár þá eru miklar líkur á því að nægilegt raunfylgi meðal þingmanna ríkisstjórnarflokkanna tilvonandi 3 við nýja stjórnarskrá muni ekki lifa yfir þarnæstu kosningar.

Og þar með fellur stjórnarskráin.

 

P.S: Ef stjórnarskrárbreytingar eru samþykktar þá þarf um leið að rjúfa þing og boða til kosninga.

 

1) Staðfest: http://www.gallup.is/#/rikisstjorn/ (takk Andrés)

3) Ef við gefum okkur að Píratar verði í næstu ríkisstjórn og samþykkt nýrrar stjórnarskrár verði þar með forgangsmál þess þings.


Kjóstu þá sem þú vilt fá á þing

Ég ætla að kjósa þá sem ég vil helst fá á þing fyrir Pírata. Þannig veit ég að atkvæðið mitt nýtist best og í sem mestu samræmi við minn vilja.

Í prófkjörum Pírata virkar kosningakerfið (Schulze) þannig að best er að velja það sem maður raunverulega vill fá. Frekar en kjósa strategískt og reyna að reikna út hvað hinir muni gera og hvort þessi eigi einhvern séns osfrv. Í Schulze þá fáum við nefnilega það sem við kjósum.

 


Ég kýs þig ekki ef

  • Þú getur ekki tekið þátt í rökræðum án þess að kalla  fólk sem er ósammála þér ljótum og meiðandi nöfnum.
  • Þú ert 100% sannfærð(ur) um að það sem þú segir séu staðreyndir en það sem sem hinir segja sé bull.
  • Þú ert ekki fær um að lesa greinar eða statusa sem eru andstæð þínum skoðunum án þess að drulla yfir þær/þá af fullkomnu skilningsleysi á því sem stendur í þeim. Ef yfirdrullið fer síðan að snúast um persónuna sem skrifar þá áttu verulega bágt.
  • Þú heldur að ríkjandi viðhorf séu óumbreytanlegir fastar, sérstaklega í þeim málum sem þú hefur sterka skoðun á. Og að sjálfsögðu fylgir að þú lest bara efni sem passar við þinar skoðanir í þessum málum, hitt er auðvitað allt saman bull og kjaftæði.

Ef þú getur ekki sett þig í spor annarra þá áttu ekkert erindi í stjórnmál. Ef þú áttar þig ekki á því í hversu fjölbreyttur, síbreytilegur og óútreiknanlegur heimurinn okkar er þá áttu ekkert erindi í stjórnmál, allavega ekki með mínu umboði.

1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
1.2 Í þessu felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki.

Þessi aðferðafræði trompar þínar skoðanir og ‘staðreyndir’, alltaf! Líka mínar!

Reyndar nenni ég ekki einu sinni að tala við þig ef þú lætur eins og fáviti, talar eins og fáviti og stimplar alla sem eru þér ósammála sem fávita. Samfélag fólks byggir á samvinnu og samstarfi og því að tekið sé tillit til mismunandi viðhorfs fólks til lífsins. Ekki því að stimpla aðra sem fávita.

Ef þú kýst að túlka þessi skrif sem einhverskonar hótun þá nenni ég eiginlega ekki að tala við þig heldur, lífið er of stutt til að eyða því í bull. Þetta er einfaldlega mín skoðun á því hvernig við megum ekki haga okkur ef við ætlum að búa til samfélag sem virkar. Ef þú sérð hótanir hér þá er eitthvað að þínum lesskilningi, það er ekki hótun að lýsa yfir minni skoðun á því hvernig ég ætla að velja þá frambjóðendur sem ég kýs.

Og þetta er líka mín yfirlýsing um að þrátt fyrir og vegna þess að ég hef töluverðan tolerans fyrir mismunandi skoðunum fólks þá hef ég mjög lítinn tolerans fyrir fólki sem ber enga virðingu fyrir skoðunum annara.


Hlutleysi í prófkjöri – Yfirlýsing

Yfirlýsing til vina minna sem eru í framboði í prófkjörum Pírata, pírata almennt og allra annara sem láta sig þetta skipta:

Þar til eftir að komandi prófkjörum lýkur mun ég hvorki lýsa yfir stuðningi við né deila greinum eða öðrum vefsíðum á samfélagsmiðlum sem tengjast einhverjum frambjóðendum. Ég hinsvegar Likea allt sem ég sé sem viðkemur framboði einhverra í prófkjöri, bæði af því að ég styð fjölbreytnina og líka af því að það eykur sýnileika prófkjörsins á Facebook, hvert Like telur.

Ástæðan fyrir sjálfskipuðu deilingarbanni er sú að ég er í framkvæmdaráði Pírata og ég vil gæta fyllsta hlutleysis á meðan á prófkjöri stendur. Að loknum prófkjörum mun ég hinsvegar deila eins og vindurinn öllu sem ég fíla eða finnst skipta máli!

Sett hér inn til að ég þurfi ekki annaðhvort að útskýra fyrir öllum eða að missa vini ;)

 Bye bye United Kingdom, interesting times

I realized this yesterday and commented on some fb posts but didn’t really hit me until now: Britain is no more, it’s dead. I never expected to see this in my lifetime.

There’s only England, Scotland, Wales, Ireland (Northern and Republic) and of course, Gibraltar (and others but less important). This was decided in the Brexit referendum yesterday which ostensibly was about UK exit from the EU but, as sometimes happens with  big decisions, the repercussions are bigger than the intended results. Now it’s just a matter of time for the official death certificate but (Great) Britain / United Kingdom died yesterday.

Scotland will leave the UK, join the EU and prosper. If the Irish can overcome their differences they could do well also (a bit harder for sure) but England will suffer and Wales will suffer the most. If Gibraltar leaves as well (I’ve no idea, it’s a quite UK nationalistic society from what little I know) the no-more-united Kingdom will lose a major strategic foothold which will be eaten up by Spain before the end of this decade.

This to me is a much bigger event than the UK leaving the EU.


Gamla Ísland tekur kónginn

Á morgun munu Íslendingar kjósa sér nýjan forseta og ég held  að margir muni sjá eftir atkvæði sínu í nýja forsetann þegar fram líða stundir. En það er svosem skiljanlegt eftir 20 ára ofbeldissamband með ÓRG að marga þyrsti í forseta hlutleysis. Vandamálið er að  hlutleysi er ekki til, það er mjög sterk afstaða með óbreyttu ástandi, status quo.

Þið hin eruð semsagt að fara að kjósa forseta sem mun gera sitt besta til að viðhalda Gamla Íslandi þó að honum finnist hugsanlega mögulega kannski þurfa að laga eitthvað smá stjórnarskránna. Hann mun skrifa undir allt sem forsætisráðherra réttir að honum, amk. á meðan sá forsætisráðherra er líka í Gamla Ísland klúbbnum. Eina óvissan er hvað hann mun gera við róttæk lög frá forsætisráðherra Pírata, það er gott að einhver spenna sé. En líklega mun hann líka skrifa undir þau, allavega á meðan þau eru ekki of róttæk. Sjáum til.

Guðni á alveg séns í að verða þokkalegt Kristjáns Eldjárns klón með smá dassi af Viggu og vissulega er það jákvætt að líkurnar á því að hann verði ÓRG2 eru litlar, það er nóg komið af því svínaríi. Og auðvitað verð ég manna glaðastur ef ég hef rangt fyrir mér og Guðni verður fyrirmyndarforseti sem stendur með þjóðinni gegn auðskrílnum. En ég held að það sé svona álíka líklegt og að DOh verði forseti.

P.S: Þessi pistill er ekki skrifaður í þeirri von að fá neinn til að skipta um skoðun, nei, hann er skrifaður til að þess að ég geti síðar sagt ‘I told you so’. Sorrí gæs, ég skammast mín alveg smá fyrir að vera mannlegur en hey, ég er þó allavega einlægur með það :>